Hlaðvarpið

5. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Þór Bæring Ólafsson

Informações:

Synopsis

Þór Bæring byrjaði snemma í fjölmiðlum var í útvarpi og sjónvarpi, sem var mjög skemmtilegt og ákvað þá að gera bara eitthvað skemmtilegt í lífinu. Fór í kjölfarið að vinna í vefmiðlum og stofnaði ástamt Braga Magnússyni sport.is Útfrá sport.is varð svo til ferðaskrifstofan Markmenn. Þeir fóru í samstarf með Iceland Express sem þróaðist á þann hátt að Iceland Express keypti Markmenn og úr varð Express ferðir, þannig hefst innkoma Þórs í ferðabransann. Þegar WOW air kemur svo inn á markaðinn sáu þeir félagar tækifæri til að komast aftur inn í þennan bransa og stofnuðu Gaman ferðir fyrir 5 árum síðan. Það samstarf hefur gengið vel og það vel að WOW keypti 49% hlut í Gaman ferðum. Þeir eru nýverið byrjaðir að bjóða uppá ferðir til landsins líka,og eru meðal annars að reyna að beina ferðamannastraumnum á fleiri staði um landið en gert er í dag. Þór segir að maður verði að elta sannfæringuna þegar draumurinn um að fara að vinna sjálfstætt byrji að krauma. Hann var í skemmtilegu starfi hjá VÍS en vissi að hann la